Loading...
Home 2017-04-20T17:48:36+00:00

PCC. Sköpum verðmæti saman

Alþjóðlegt, fjölbreytt, kraftmikið: PCC er gildismiðað fyrirtæki með u.þ.b. 3000 starfsmenn á 39 stöðum í 17 löndum.

Verkefni okkar um sílikonverksmiðju á Íslandi:

Á Íslandi er PCCBakki Silicon að byggja eina af fullkomnustu og umhverfisvænstu sílikonverksmiðju í heimi. Áætlað er að hefja rekstur 2018. Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar.

Fyrirtækiseignarhaldsfélag PCC SE

PCC SE er eignarhaldsfélag með aðsetur í Duisburg, fyrirtæki samstæðunnar starfa innan efnafræði (-iðnaðar), orku og birgðastjórnunnar. Eignarhaldsfélagið okkar stýrir að auki mikilvægum fjárfestingarverkefnum sem eru á þróunar-byggingarstigi.

Við hjá PCC SE höfum yfir að ráða stöðugu og framtíðarmiðuðu eignasafni, sem við erum alltaf að Hámarka. Þannig sköpum við verðmæti. Við erum ábyrg bæði hvað varðar sjálfbærni (umhverfi) og samfélag. Þungamiðja starfsemi okkar er á nýjum mörkuðum sem hafa mikla vaxtarmöguleika eins og í mið, austur- og suðaustur Evrópu, þar sem við erum með góða markaðshlutdeild. Hin virka stjórnun eignasafns PCC snýst um þróun eignasafnsins og losun eigna ef það reynist fýsilegt og með því sé hægt að renna stoðum undir uppbyggingu annarrar kjarnastarfsemi.

Um PCC >>

Gagnsæi, stöðugleiki og reynsla eru grunnurinn að stjórnun PCC. Gagnsæi náum við með kerfi okkar sem byggir á tvíhliða stjórn fyrirtækisins með stjórn fyrirtækis og framkvæmdarstjórum sem og fyrir tilstilli opinna samskipta með öllum hagsmunaaðilum. Næstum allir stjórnameðlimir fyrirtækisins ásamt formanni stjórnarinnar, Waldemar Preussner, hafa verið hjá okkur frá upphafsárunum fyrir meira en 20 árum. Þetta tryggir stöðugleika stjórnunarinnar og reynslu hennar: Við fjárfestum eingöngu þar sem við getum nýtt áratuga þekkingu okkar til hins ítrasta.

Stjórn og framkvæmdastjórn PCC >>

Starfsfólkið er mikilvægasta auðlindin okkar og lykillinn að árangri. Við erum fyrirtæki sem vex hratt á alþjóða vettvangi, við leggjum því áherslu á menningarlega- og faglega fjölbreytni þar sem gagnkvæmur hagur er til staðar. Hæfileiki okkar við að útfæra þennan margbreytileika dag fyrir dag og að nýta fyrirtækinu til góða lítum við á sem einn okkar helsta styrkleika. Þrátt fyrir að stjórn fyrirtækisins taki ábyrgð á viðskiptum PCC þá er stutt við framtakssemi og sköpun starfsfólks á markmiðaðan hátt, starfsfólkið fær verkfæri í hendurnar til að taka ákvarðanir – eins mikil stjórn og nauðsyn krefur, eins mikil eigin ábyrgð eins og mögulegt er.

Störf >>

www.pcc.eu im Bereich PCC.Direktinvest PCC SE er einn stærsti útgefandi fyrirtækjaskuldabréfa í Þýskalandi. Margir fjárfestar hafa unnið með okkur frá fyrsta skuldabréfinu árið 1998. Grunnur þessa trausts er gagnsæ og opin samskipti okkar. Þetta er takmark okkar með samskiptum við fjárfesta hjá PCC SE. Nýjar og viðeigandi upplýsingar er varða fyrirtækis- og fjármálagögn hjá PCC-samstæðunni er hægt að nálgast á internetsíðu fyrirtækisins www.pcc.eu í PCC.Direktinvest. Þess utan leggjum við áherslu á að eiga í persónulegum samskiptum við fjárfesta okkar: Árlega, oftast að vori, býður PCC SE fjárfestum sínum til fjárfestingardags í PCC-setrið, aðalstöðvar fyrirtækisins í Duisburg-Homberg. Á fjórða ársfjórðungi hvers árs bjóðum við að auki til árlegs PCC-upplýsingakvölds, sem fer fram víða um Þýskaland.

PCC. Direktinvest >>